Villa Bergshyddan, húsið fína sem við fengum lánað, þetta er eins og bústaður úti á landi en er í raun á besta stað í Stokkhólmi.
Máltíð á Midsommarafton, síld, Lax, kartöflusalat með graslauk, hrökkbrauð, snaps..allt mjög traditional og svo paj, salat og halloumi ostur...namm, svo skemmtilegt kvöld
Í mat heima hjá Karin, vinkonu minni
Vinir okkar í Gautó, Hannah, Rasmus, Eliah og Noah, yndisleg fjölskylda!
Vinir okkar í Gautó, Hannah, Rasmus, Eliah og Noah, yndisleg fjölskylda!
Hjónakornin á leið í Gröna Lund
Daginn eftir að við komum heim, þá fór ég með Sögu upp í sumarbústaðinn okkar við Þingvallavatn þar sem við hittum Katrínu og Svanborgu frænkur okkar, mennina þeirra og börn; Sunneva Rán, Þórunn Salka, Rakel Eva, Pétur Ari og Saga, svo sæt öll saman!!!
Við Anna Linda höfðum það kósý á svölunum, sumarlegt couscous salat með öllu sem fannst í ískápnum, rauð vínber voru alveg málið!
Frá þrítugsafmæli Eldars fyrir fjölskylduna, varð að fá að fljóta með..
Daginn eftir að við komum heim, þá fór ég með Sögu upp í sumarbústaðinn okkar við Þingvallavatn þar sem við hittum Katrínu og Svanborgu frænkur okkar, mennina þeirra og börn; Sunneva Rán, Þórunn Salka, Rakel Eva, Pétur Ari og Saga, svo sæt öll saman!!!
Við Anna Linda höfðum það kósý á svölunum, sumarlegt couscous salat með öllu sem fannst í ískápnum, rauð vínber voru alveg málið!
Frá þrítugsafmæli Eldars fyrir fjölskylduna, varð að fá að fljóta með..
Ákvað því að hafa þetta ekkert flókið, skella inn nokkrum orðum og myndum með.
Í stuttu máli er þetta helst:
Hafði það voðalega gott í fríi okkar til Svíþjóðar. Hittum marga góða vini og nutum lífsins.
Eins og margir fengu að heyra (ég var pínu vonskvikin) þá var veðrið fremur leiðinlegt svo að allar hugmyndir um að synda og flatmaga við vötn og haf urðu að engu og flesta daga var maður á þrammi í rigningunni, að hitta fólk, borðandi eða í verslunum. Það var mjög fínt en ég kom ósköp þreytt heim. En get ekki kvartað, eigum jú eina Spánarferð framundan og þar ætla ég að slaka á.
Það var gaman að ferðast með hana Sögu mína, maður er nú pínu montinn af henni, enda er hún mjög duglega að heilla fólk með brosinu sínu, hún nýtur þess að gera nýja hluti, hitta nýtt fólk og bara fá að sitja í kerrunni sinni og horfa í kringum sig.
Síðustu 3 vikur hef ég svo verið að vinna mitt fyrsta verkefni eftir barnsburð, er að gera verkefni fyrir Útón, mun segja betur frá því en það er ótrúlega gaman og spennandi!
Skelli inn nokkrum myndum sem hafa safnast upp, ætla svo að vera aðeins duglegri við bloggið.
4 comments:
sælar skvís, gaman að sjá þessar myndir, mig langar bara að skella mér strax til svíþjóðar þegar ég sé þetta...knús til ykkar og við sjáumst fljótlega
Frábærar myndir frá æðislegum tíma! Þða var ekkert smá gaman í svíþjóð. Ég bjó til lime-risotto um daginn og það var snilld! Svo er ég búin að gera kús kús eins og þú gerðir í svíþjóð næstum því í hverri viku, það er svo gott og fljótlegt.
Gaman að þú ert byrjuð að blogga aftur. Ég býð spennt eftir næstu uppskrift!
Elskan min, sit herna med Jelenu og okkar langar ad hafa thig hja okkur. Herna er yndislegt, aetla ad vera dugleg ad blogga (thegar komin 1 faersla.
Astar og saknadar kvedjur til Sogu, Eldars og allra en Risa knus, til Eddu og litla prinsinn, ertu til ad senda mer mail med lykilord a siduna hans Gabriels
Ast
Til hamingju med brudkaupsdaginn, hafid yndislegan dag, sendi ykkur sol fra Vancouver. Eg byd Jelenu. jonas og Ben ut ad borda itilefni af theirra brudkupsdag. Jelena syndi mer thad sem hun keypti handa Sogu, thad er gedveikt saett. Eg mun koma thvi i post.
Ast
Post a Comment