Monday, August 6, 2007

Polentubakan góða



Gerði þessa böku fyrst úti í Gautaborg, man að Anna Linda var í heimsókn og einnig Boris, vinur okkar frá Stokkhólmi. Ég hef áður gefið upp uppskrift þar sem notuð eru polenta grjón. Þetta eru fín, gul nokkurs konar grjón, til í betri búðum og heilsubúðum. Þetta er skemmtileg tilbreyting.

Polentubakan góða
  • 2 laukar
  • 1 hvítlauksrif
  • 3msk ólífuolía
  • 1/2 l grænmetissoð
  • 2 dl polenta
  • 2 dl rifinn ostur
  • 1 msk fínt hakkað meriam (má sleppa)
  • 5 tómatar, gott að nota plómutómata
  • 1 kúrbítur
  • 1/2 búnt basilika, fersk
  • 1-2 tsk sítrónusafi
  • salt, svartur pipar
  • smá cayenne pipar
  • ferskt meriam eða basilika til skreytingar
  • Mér finnst svo gott að láta parmesan yfir en má sleppa
Gera
Hakkið hvítlauk og lauk, hitið olíuna og steikið helminginn af lauknum þar til hann er mjúkur. Hellið þá yfir grænmetissoðinu yfir laukinn og bætið svo polentunni útí. Fáið upp suðu, hrærið í reglulega á meðan. Slökkvið á hitanum. Hrærið í helmingnum af ostinum og af meriam. Látið standa á plötunni í ca. 10 mín. Smyrjið ofnfast mót og setjið ofninn á 200 gráður(ekki enn búin að finna gráðumerkið:)) Hellið polentunni í formið, þrýstið og látið kólna.


Skerið tómata í teninga, léttsteikið þá ásamt restinni af lauknum í ca. 2 mín. Kryddið með salti, pipar og cayennepipar. Takið pönnuna af plötunni.


Rífið kúrbítinn gróft, kryddið með salti og pipar. Dreifið þessu yfir polentuna. Strimlið basilikuna og blandið henni út í tómata- og osta blönduna og dreifið henni ofan á kúrbítisblönduna.

Hitið í ofninum í ca. 30 mín. Berið fram með góðu salati.

Ég er alveg sjúk í svona grænar strengjabaunir eða hvað þær nú heita, bara hita þær í sjóðandi vatni í svona 5 mín, leyfa þeim aðeins að kólna, skella svo smá ólífuolíu, sítrónuskvettu og sjávarsalti yfir, yummie

8 comments:

Huxley said...

Mmm girnó-ég er sammála með baunirnar. Hef alltaf verið sólgin í haricot baunir :)

Anna Linda said...

Man eftir theirri ferd, Boris helt ad Barbie nestisboxid mitt vaeri fra minum yngri dogum, Sakna ykkar og myndirnar eru i tolvum sem eru ekki med netadgang, en bradum,K

Anonymous said...

Elska ljósmyndirnar þínar af réttunum!!! Garnirnar í mér byrja alltaf að gaula :-)

Anonymous said...

Fæ vatn í munninn ....og bíð eftir matarboði.

Bið að heilsa aðalmanneskjunni.

A

Anonymous said...

Hæ, fór á Den grønne kælder og var hugsað til ykkar hjóna. Næst þegar þið komið til Køben fjölmennum við pottþétt þangað!

Hrefna said...

Keypti allt í þennan rétt nema ég finn ekki meriam né Polentu ... Er búin að fara í allar fínustu búðirnar og líka heilsubúðir og enginn veit hvað polenta er - er það einhvers konar grjón eða baunir eða bara eitthvað allt annað?

Anna Linda said...

Er ekki kominn timi á nýtt blog???????


Ég er búin ad vera ad reyna ad hringja, en thad er vesen med simakortid mitt.

Ast frá Køben

Dilja said...

Jæja núna er komið haust, allir að skríða inní holurnar sínar og eyða meiri tíma heima við.
Þá vill maður gefa sér tíma í að elda góðan mat og borða svo við kertaljós.
Endilega kitlaðu bragðlaukana okkar, og kenndu okkur að elda gómsæta rétti. Ég er enn að fljúga um að unanði eftir lime risotto-ið.
Jööööömmí!