Tuesday, June 12, 2007

Andlegt á Snæfellsnesi

Við litla familían skelltum okkur á Snæfellsnes um Hvítasunnuhelgina. Planið var að vera 2 nætur, þá fyrri á Arnarstapa eða undir honum og svo þá seinni á Grundarfirði. Við gistum á Snjófelli, litlu gistiheimili/svefnpokapláss og var það bara mjög huggulegt og ekkert svo dýrt, mæli með þessu! Herbergið okkar var mjög krúttlegt, rúm í sitthvorum endanum og góður andi. Og talandi um það, Snæfellsnes er jú rómað fyrir að vera andlegur staður og gott ef ekki herbergið var pínu þannig...þið dæmið...
Læt svo fleiri undurfallegar myndir frá þessari frábæru ferð, drífið ykkur, stutt að fara!


Undir Arnarstapa, við gistum í húsinu með græna þakinu..Andafæla í herbergisglugganum, já, dálítið andlegt
Smá andó..

Hmmm...

2 comments:

Anonymous said...

Skemmtilegar myndir, gaman ad kikja thangad vid tækifæri.K
Anna Linda

Anonymous said...

Það fer að nálgast hundraðið sem ég kem hingað inn og... engin færsla :( en ég bíð bara ;) lov jú!