Sunday, November 7, 2010


Og þá er komin föstudagur aftur. Eins og ég get andvarpað mikið á
sunnudagskvöldum yfir því að helgin sé strax búin þá finnst mér vikan sem
betur fer fljót að líða. Ég hafði planað flókna matargerð í kvöld fyrir
bóndann en hef nú ákveðið að einfalda þetta aðeins og ætla að gera
Ravíolí með salvíu og furuhnetu smjöri. Einfalt en virkar alltaf. Gef upp
uppskriftina fljótlega. Í staðinn læt ég fylgja uppskrift af eftirrétt, ef
uppskrift má kalla því þetta er svo einfalt.

Grandmarinerís og hindberjasorbet

Því miður var þetta ekkert mælt í einingum en maður bara smakkar sig
áfram. Hér er það hráefni sem ég notaði:
  • 1 l Bónusvanilluís
  • Ca. 2dl trönuber
  • 1-2 dl Grand Mariner
  • Slatti af frosnum hindberjum
  • Appelsínusafi
  • Agavesíróp
  • Blæjuber til skreytingar
Skellið bónusísnum, líkjörnum og trönuberjum í matvinnsluvel og hrærið
smá, skellið svo aftur í ísboxið og gott ef þetta fær að vera í frystinum í
alla vega klukkutíma áður en þetta er borið fram.

Blandið saman fullt af hindberjum, appelsínudjús og smá agavesírópi (getið
líka notað smá hunang/flórsykur) í matvinnsluvél/blandara. Hrærið, smakkið
og ef þetta smakkast vel þá skellið í form. Ég vil td. hafa þetta frekar
súrt. Ég gerði þetta daginn fyrir matarboð.

Mótið kúlur og skreytið með blæjuberi - Einfalt en gott - Góða helgi!

No comments: