Monday, July 11, 2011

Kartöfluklattar



Og þá kom ný færsla.
Sumarfríið byrjað, maður er aðeins farin að slaka á og þá kemur andinn yfir mann. Er búin að vera elda aðeins oftar núna upp á síðkastið og það er yndisleg tilfinning.
Og eftir smá hvatningu ákvað ég að skella inn einni uppskrift eða svo. Fór í Ikea í dag, ekki farið síðan fyrir jól held ég bara. Sögu finnst svo gaman að fara þangað svo úr varð smá ferð. Enduðum í "matvöruversluninni" þar sem ég fæ alltaf smá Sverige nostalgíu.

Keypti rösti eða kartöfluklatta, 8 stk. í frystinum á fínu verði. Fínt og fljótlegt í kvöldmat og hægt að leika sér með þetta, bæði sem aðalrétt eða forrétt, svo er bara að láta ímyndunaraflið. Í Svíþjóð fær fólk sér oft sultu með þessu. Vil taka það fram að þetta er nú varla uppskrift, svo einfalt er þetta en ofurgott engu síður. Þetta varð útkoman hjá mér.

Ég steikti klattana í mjög lítilli ólífuolíu og lét svo rifinn ost ofan á þegar klattarnir voru næstum tilbúnir og leyfði þeim að vera áfram á pönnunni þangað til að osturinn bráðnaði. Lét svo spínat á þá alla áður en annað var látið ofan á.

Klatti með rauðrófurjóma
1 lítil rauðrófa, rifin
hálf dós sýrður rjómi
1 tsk dijon

Klatti með rifnum gulrótum,
nýrnabaunum, fetaosti, sítrónuskvetta, salt og pipar.

Klatti með tómötum,
litlum súrum gúrkum, salti og pipar.
Hér hefði ég viljað hafa mozzarella ost,ólífur eða rauðlauk en átti ekki til. Var að fatta að ég átti camembert í ískápnum, það hefði verið hressandi. Next time baby.

Og svo varð maður auðvitað að fá smá eftirrétt, ekki beint uppskrift en þetta var bara svo fallegt og sumarlegt svo ég varð að taka mynd. Lífræn grísk jógúrt, crunchy musli og plómur. Kannski gott að láta smá agave útí fyrir þá sem þykir jógúrtin of súr. Og fínt að fá sér bara lítinn skammt. Þótt ég hefði svo sem alveg viljað meira.

2 comments:

Edda Ásgerður Skúladóttir said...

lítur vel út, þarf að prófa þennan rétt. Ég ætlaði að nálgast uppskriftina af grænmetislasagne sem þú póstaðir inn á miðjuna en svo virðist sem búið sé að loka fyrir þá netslóð. Hvar get ég nálgast uppskriftirnar sem voru á þeirri síðu ?

Eva Einarsdottir said...

Edda, lasagne komið inn og takk fyrir :)