Saturday, September 29, 2007

Rauðrófupottur

Kannski ekki besta myndin í heimi...
Ég elska rauðrófur, þær eru svo bragðgóðar. Fékk fyrst æði fyrir þeim eftir að að vinir okkar, Jonas og Jelena, buðu okkur í rússneska rauðrófusúpu fyrir nokkrum árum í Gautaborg. Síðan þá er ég oft að skoða og leita eftir uppskriftum sem innihalda rauðrófur, endilega sendið mér tips ef þið hafið einhver. Smá fróðleikur:
Why Is Beetroot Healthy?
Declared by health experts as a ‘superfood’, you can eat beetroot with a clear conscience because it’s:
Virtually fat free – there are only 36 calories per 100g
Rich in iron – good for tiredness and anaemia
Rich in folic acid
A good source of vitamins (A, B and C) and minerals (calcium, phosphorus, potassium, magnesium)
High in fibre
And it has antioxidant properties.
Does Beetroot Make Us Happy?Recent research has declared beetroot a ‘mood’ food. Betaine found in beetroot is known to help us relax and make us feel good. Whilst recent press coverage has labelled it as a ‘sexy’ vegetable – containing high levels of the mineral boron which is thought to affect the production of sex hormones.
Rauðrófupottur

  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 laukur, í þunnum sneiðum
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 1 rauður chililaukur (má sleppa)
  • 1 1/2 tsk. cumin, malað
  • 1/2 tsk. túrmerik
  • 1/2-1 tsk. salt
  • 1/8 tsk. cayennepipar
  • 3 meðal stórar rauðrófur, afhýddar og skornar í litla bita
  • 1 sæt kartafla, afhýdd og skorin í litla bita
  • 1/2-1 dós kókosmjólk
  • nokkrar þurrristaðar kókosflögur til að skreyta með (má sleppa)
Gera:Mýkið laukinn, hvítlauk og chili í olíu í um10 mín. en passið að þetta brenni ekki. Kryddið og bætið rauðrófum, sætum kartöflubitum og kókosmjólk útí og sjóðið í minnst 1 klst. Skreytið að lokum með þurrristuðum kókosflögum.

2 comments:

Anonymous said...

Vá, girnó!!! Þetta prófa ég alveg pottþétt.

Anna Linda said...

Já´, finnst ég vera heppin ad eiga svona góda vini sem eru frábærir kokkar thar ad auki.
Jelena og Jonas eldudu marga gómsæta rétti bædi i Gautaborg og Vancouver. Vildi óska ad vid byggjum öll í sama landinu.

Hringjumst á brádum, sakna thín óstjórnlega mikid.

àst frá Køben