Mig minnti endilega að ég ætti mynd af þessu, en finn enga svo þetta fær að fljóta í staðinn en þarna er ekki búið að blanda korninu saman við annars ofnsteikt grænmetið..
Þessi réttur er orðin mikið uppáhald á þessu heimili! Ekki skemmir fyrir að hann er bara mjög hollur. Quinoa kornið er upprunnið í S-Ameríku og var aðalfæða Inkanna. Það er glútenlaust og mjög næringarríkt. Það er sérstaklega mikið af prótíni (því mjög gott fyrir grænmetisætur) í quinoa en einnig er það ríkt af járni, fosfór, b-vítamínum og e-vítamíni. Það þarf stuttan suðutíma sem er gott fyrir okkur sem þykjumst alltaf vera svo upptekin:)Hérna er uppskriftin:
- 4dl quinoa korn
- vatn
- örlítið smjör(ég nota ólífusmjör)
- 1-2 msk basilíka, þurrkuð eða fersk
- 1-2 msk steinselja, þurrkuð eða fersk
- 4 hvítlauksrif
- 1 blaðlaukur
- 2 vænir kvistir spergilkál
- 1 lítið blómkálshöfuð
- 2-3 gulrætur
- 3msk ólífuolía
- 4 tsk grænmetiskraftur
- rifinn ostur og jafnvel smá paramesan (en ekki hvað)
Setjið quinoa í pott, ásamt 8 dl af vatni og 1-2 grænmetisteningum. Hleypið upp suðu og látið svo malla í 15 mín. undir loki. Bætið þá við örlitlu smjöri, ásamt kryddjurtunum og pressuðum hvítlauk.(Ef þið viljið nota ferskt chili, þá er gott að bæta því í hér)
Skerið niður grænmetið. Gott er að léttsteikja það eða snöggsjóða áður en því er blandað saman við quinoað í eldföstu smurðu móti. Ég nota hreinlega það grænmeti sem til er, það er gott að nota papriku, tómata, chili, zuccini, ólífur, sólþurrkaða tómata eða bara það sem hugurinn girnist. Ath að aðeins þarf að forsjóða "hart" grænmeti. Blandið sem sagt öllu saman, stráið ostinum yfir og hitið á 180-200 gráðum í ca. 20 mín. Kryddið með salti og pipar. Berið fram með góðu salati
Það má gjarnan nota aðeins meiri vökva ef þetta er þurrt. Um daginn átti ég jalapeno ost í ískápnum og muldi hann þá í, það var mjög gott en kannski ekki eins heilsusamt en það er nú allt í lagi:)
1 comment:
Girnilegt, thad er alltaf hættulegt ad kíkja á bloggid thitt thegar ég er svöng, mér versnar ;)
Ég var Mexico
Hafdu thad yndislegt um helgina
Post a Comment