Thursday, October 4, 2007

Cashewhnetu Paella

Þessi réttur er dálítið öðruvísi, ýmis brögð sem takast á, fallegir litir og úr verður skemmtileg blanda. Ekki láta langa uppskriftina hræða ykkur, þetta er alveg þess virði og alls ekkert flókið. Það er alltaf pínu áskorun að gera nýja rétti en annað skiptið verður léttara og svo er bara svo gaman að prófa eitthvað nýtt, alveg nauðsynlegt fyrir sálartetrið. Þessi verður á boðstólnum á mínu heimili um helgina. Góða helgi!!
Ps. Það væri gaman að vita hverjir eru að sniglast hingað inn…

Cashewhnetu Paella
  • 2msk olía
  • 1 msk smjör
  • 1 rauður laukur, saxaður
  • 150 g arborio grjón
  • 1 tsk turmeric
  • 1 tsk cumin
  • ½ tsk chili duft
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 grænn chili, skorin smátt
  • 1 græn paprika, skorin í teninga
  • 1 rauð paprika, skorin í teninga
  • 85 g baby maís, skornir í helming á lengdina
  • 2 msk svartar ólífur
  • 1 stór tómatur, i teningum
  • 450 ml grænmetissoð (ca.1 teningur)
  • 85 g cashew hnetur (helst ósaltaðar)
  • 55g frosnar grænar baunir
  • salt og pipar
  • 2 msk steinselja
  • örlítill Cayenne pipar
  • ferskar jurtir til skreytingar

Gera

Hitið olíu og smjör á stórri pönnu eða í potti. Bætið útí lauk og eldið á meðalhita, hrærið viðstöðulaust í 2-3 mínútur eða þar til þetta er mjúkt.


Hrærið grjónum útí, turmeric, cumin, chillidufti, hvítlauk,chili, paprikum, babymaís, ólífum og tómötum, eldið á meðal hita, í 2-3 mínútur.

Hellið grænmetissoðinu yfir og fáið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í 20 mínútur, hrærið oft í .
Bætið cashew hnetunum og baunum útí, látið malla í 5 mínútur til viðbótar, hræra í við og við. Bragðbætið með salti og pipar og bætið svo steinseljunni útí og chayenne piparnum. Skreytið með ferskum jurtum. Verið ykkur að góðu!

3 comments:

Anonymous said...

hæ sæta
flott mynd af ykkur Sögu sætustu í Fréttablaðinu í gær
kv.Magga

Anonymous said...

Hæ!

Ég sniglast örðu hvoru hingað inn. Mér tókst til dæmis að klúðra "Bland í ofninn" um daginn. En ég prófa bara aftur!

Kv. Guðný.

Anonymous said...

Hæ,

Gaman að lesa matarbloggið þitt.Ótrúlega girnilegir réttir hjá þér en ég á nú enn eftir að prófa að búa þá til;) Flott mynd af ykkur Sögu í Fréttablaðinu í gær.

Kv.Hjördís Eldars frænka