Wednesday, June 6, 2007

Loksins loksins..


Jæja, þá kom ég mér loks í blogggír á ný. Með hækkandi sól í maí (eitthvað annað en veðrið núna) þá einhvern veginn lagði ég niður öll skrif og varð mjög löt í matargerðinni. Það er búið að vera mikið að gera, skemmtilegir hlutir að gerast og bara gaman að lifa.

Ég er td. búin að fara á mjög skemmtilegt Vorblót þar sem hápunkturinn var Goran Bregovic, hér eru búin að vera tvö krílapartý, búin að fara á Snæfellsnes sem var ÆÐI, búin að fara í mjög skemmtilegt rauðvín og ostapartý, mjög huggulega skírn, flott en dálítið spes CCP partý, búin að vera á fullu í kundalini yoga, hitta fullt af ættingjum og kynnast skemmtilegu fólki:)

Og framundan er bara gaman gaman, Icelandic celebrity look alike innflutningspartý, ættingjabrunch og svo styttist í Stokkhólm, sumarbústaðarferðir, Stykkishólm, Malaga og fullt af kaffihúsaferðum með hana Sögu mína. Yndi.
Alla vega, nú megið þið eiga von á þó nokkuð af færslum, búin að safna smá upp.

ps. myndin að ofan er svo sem ekkert merkileg, þetta er frá kosningavöku hérna á Skúló þar sem
allir mættu með sitt lítið af hverju, afhverju erum við ekki duglegri að gera svona, svo sniðugt að allir hjálpist að og úr verður veisla með lítilli fyrirhöfn

2 comments:

Huxley said...

Ummm slurp og slef...

Það er eins og ég borði á hverri einustu mynd hjá þér...en við ætluðum nú að bjóða ykkur í mat nema...Hrafnkell er búinn að vera voða aumur eitthvað síðustu daga. Erum hjá mömmu í Skerjó-hún í útlöndum ef ykkur langar að kíkja :)

hk said...

Þetta verður bara fínasta sumar ever, yndislegt að vera komin heim, alveg að fíla þennan Íslandsfíling.

xxx