Ég er ein af þeim sem held að ef við hlustum nógu vel á líkaman þá segir hann hvað er að, hvað okkur vantar osfrv. Ég td. verð helst að eiga gulrætur, svo langar mig stundum rosalega í brokkólí, sítrónu og nú í vikunni sellerí. Ég er viss um að mig hafi vantað eitthvað af efnum úr þessu grænmeti/ávöxtum. Eins fæ ég stundum rosalega löngun í hafragraut ef ég hef ekki fengið mér hann í nokkra daga. Svo auðvitað lendir maður stundum í smá stappi og td. hef ég haft óstjórnlega mikla löngun í sætindi síðasta mánuðinn, en ég kenni nú bara brjóstagjöf og hormónastarfsemi um það en úff, ekki alltaf létt að standast löngunina:)
Eins og svo mörgum, þá finnst mér fótanudd alveg yndislegt en suma daga þá bara gjörsamlega verð ég að fá fótanudd. Vildi því aðeins kynna mér svæðanudd því stundum vil ég að vissir partar séu nuddaðir frekar en aðrir, tærnar oft viðkvæmar og svona...
Fann þessa síðu, rosalega sniðug, skoðaðu þetta!
No comments:
Post a Comment