Hér var smá mömmuhittingur þar sem Edda, Ylfa og Laufey mættu með krílin sín, þau Ívar Óðinn, Heklu og Hrafnkel Núma, sem er nýjasta krílið í hópnum. Alltaf gaman að spjalla saman og gefa góð ráð, já og bara dást að litlu krúttunum.
Var einnig með mömmurnar sem ég kynntist í foreldrafræðslu í heimsókn, bauð þar upp á tabbouleh sem ég gert hér áður og tók ekki mynd af. Brjálað að gera hjá þessum mömmum sko..
Skellti í auðveldan rétt sem ég hafði ekki gert áður. Hann heppnaðist bara mjög vel en ég held að það mætti vera meira af engiferi, kókosmjöli og kóríander en gefið er upp í uppskriftinni. Gæti örugglega verið sniðugt að gera fullt af hrísgrjónum ef þið á annað borð eruð að gera þau og nota svo daginn eftir restina og bæta hinu sem ég gef upp út í.
Karabískur hrísgrjónaréttur fyrir 4
- 1 laukur
- 1 rif hvítlaukur
- 1 msk ólífuolía
- 2 tsk engifer, ferskt
- 2 msk kókosmjöl
- 1 tsk paprika
- 2 tómatar
- 250 gr hrísgrjón
- 1 dós nýrnabaunir
- 6 dl grænmetissoð
- salt og nýmalaður pipar
- Ferskur kóríander
No comments:
Post a Comment