Wednesday, June 6, 2007
Gauti bróðir, listamaðurinn
Gauti bróðir er frábær listamaður og yndisleg manneskja. Hann er að vinna í Ásgarði sem er frábær verndaður vinnustaður og þar hafa hæfileikar hans fengið að njóta sín en hann sker út í tré/við. Hann hefur selt heilmikið af list sinni en ágóðinn af því rennur allur til Ásgarðs og ég mæli með að kíkja þangað, þeir eru td. alltaf með jólakaffi í byrjun desember þar sem er opið hús og einnig hafa þeir selt í Kringlunni, ýmislegt útskorið og það er bara svo góður andi yfir þessu öllu.
Á dögunum fór fram "List án landamæra" sem er listahátíð sem á að vekja athygli og koma á framfæri list fatlaðra. Í tengslum við þá frábæru hátíð voru fengnir nokkrir fatlaðir listamenn til að starfa saman með öðrum listamönnum og afraksturinn sýndu þeir í Norræna húsinu. Gauti vann með listamanninum Finnboga Péturssyni sem vinnur aðallega útfrá hljóði og hefur ma. unnið með Ghostigital .
Hér fylgir með hvað Gauti sagði um samstarfið:
"Það var mjög gaman að vinna með Finnboga en ég verð að játa það að þetta var mjög skrítin og dálítið óþægileg tilfinning að hafa míkrafóninn í eyranu þegar ég var að vinna þessa hluti mína, yfirleitt er ég mjög einbeittur og loka á öll hljóð en þarna glumdu öll utanaðkomandi hljóð í eyranu mínu og trufluðu mig. Þegar ég byrja á einhverjum hlut þá er ég oft með fyrirfram ákveðna hugmynd sem ég vinn eftir en oft í miðju verki tekur hluturinn breytingum stundum vegna mistaka minna en einnig vegna þess að viðurinner á annari leið en ég og stýrir mér að einhverju allt öðru og oft mjög skemmtilegu verki."
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
TÖFF HJÁ GAUTA.
EKKI SEGJA MÉR AÐ SÝNINGIN SÉ BÚIN :(
ER SVO FÖTLUÐ AÐ VERA EKKI Á BÍL.
ANNA LINDA
Vá flott hjá honum, það er mjög gaman að skoða hjá þeim í Ásgarði, þeir gera marga flotta hluti. á einmitt útskorið jólatré frá þeim sem margir öfunda mig af,
kv.Magga
Til hamingju Gauti með þessi frábæru listaverk. þú ert sannur listamaður :-).
Eva ég tek undir með þér, við verðum að fara hittast með krílin okkar, stór og smá, og draga gömlurnar með svo ekki sé talað um systur og bræður líka. Hlakka til að heyra frá ykkur fljótlega.
kv Ingunn (siggudóttir)
Post a Comment