Hef verið löt í eldhúsinu síðustu daga. Í stað þess hef ég aftur á móti verið mjög dugleg að sækja tónleika og gera ýmislegt skemmtilegt. Glæsilegt Vorblót Hr. Örlygs er nú yfirstaðið.
Á fimmtudagskvöldið kíktum við litla fjölskyldan út að borða með Malísku stórsöngkonunni, Oumou Sangare og hljómsveit hennar. Þetta var allt mjög elskulegt fólk og Saga brosti sínu breiðasta. Rétt áður en við fórum út úr húsi sá ég viðtal við hana í sjónvarpinu, mikið máluð og glæsileg en ég er svo mikill lúði að ég fattaði ekki að hún sæti beint á móti mér í matnum því þar var hún ómáluð og er reyndar mun sætari í eigin persónu heldur enn í sjónvarpinu og ég hélt bara að þetta væri einhver bakraddana og að Oumou sjálf hefði ekki mætt í dinnerinn. Mjög skondið þegar Eldar tók upp geisladisk með henni og ég lagði saman tvo og tvo...lúða jóns....hún er alveg yndisleg og mjög barngóð, vildi endilega fá að halda á Sögu sem unni sér vel í fanginu á henni.
Eftir matinn sótti ég mömmu sem var svo góð að vera hjá litlu skvís og ég skellti mér niður á Nasa í klukkutíma og þvílík rödd sem hún hafði!!
Jæja, svo kom föstudagur og við boðin í afmæli hjá Hr. Örlygi sjálfum eða honum Steina en hann var fertugur kallinn og því boðið í veislu.
No comments:
Post a Comment