Sunday, October 14, 2012

Ravíólí með sætum kartöflum, sýrópi, chili og pekanhnetum.



Vá, mér finnst eins og síðasta færsla hafi verið gerð fyrir nokkrum vikum en hún er síðan í maí. Fyrr en varir verða komin jól.
Vorum með aukabarn í gistiheimsókn svo ákveðið var að láta grislingana borða pizzu og svo gera pasta fyrir okkur sem var borðað á spænskum tíma, þ.e. seint.

Einhvern tíma sá ég að hlynsíróp var notað með pasta og alltaf langað að prófa. Eftirfarandi er afraksturinn, dálítið öðruvísi pastaréttur, fljótlegur og fjarska góður.

  • Ravíólí með 4 osta fyllingu, 2 pakkar.
  • 100 g smjör
  • 2-3 msk hlynssíróp
  • 1-2 tsk chiliflögur
  • 1/2 sæt kartafla, skorin þunnt
  • Rifinn börkur af hálfri sítrónu
  • 1 dl pekanhnetur.
  • Steinselja
  • Sjávarsalt og svartur pipar
Setjið ofninn á 200° og látið kartöflurnar inn þegar hann er orðinn heitur, í 10-15 mín. Setjið pastað út í sjóðandi vatn og sjóðið samkvæmt upplýsingum. Látið smjörið í pott, þegar það er farið að krauma, látið þá sýróp og chili útí. Ristið pekanhneturnar á pönnu. Hellið vatninu af pastanu og látið svo aftur í pottinn, skellið smá smjörklípu útí, rífið sítrónuna yfir og hrærið varlega í. Látið pasta og sætar kartöflur á diska, hellið sírópssósu yfir, stráið yfir steinselju, salti og pipar og svo nokkrum pekanhnetum. Það gæti verið gott að vera með paramesan yfir en sjálf átti ég hann ekki til. Einn pakki af pasta(íslensk tegund, keypt í Hagkaup) hefði nú alveg dugað fyrir okkur hjónin en ég notaði 2 og við fengum okkur tvisvar...jamm, borðaði yfir mig. Ef manni finnst þetta of sætt, þá bætið endilega við öllu eða einhverju af eftirtöldu: chili/sítrónuberki/salti/steinselju. 



No comments: