Thursday, May 17, 2012

Pasta með eggaldin, þistilhjörtum og svörtum ólífum


Mikið var notalegt að fá svona helgi þar sem ekkert er planað. Ég skal viðurkenna að ég verð samt dálítið óróleg og vil þá helst plana eitthvað en veit að það er gott að slaka stundum á og hlaða batteríin.

Ég elska pasta eins og svo margir aðrir og hér er einföld uppskrif og það er svona dásamlega "ríkt"bragð af sósunni og ekki verra að eiga rauðan dreitil með.

Pasta með eggaldin, þistilhjörtum og svörtum ólífum 
Fyrir 3-4

  • 1 stór rauðlaukur
  • 2-3 msk ólífuolía
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 eggaldin
  • 600 ml passata
  • 2 tsk púðursykur (örugglega fínt líka með agave)
  • 2 msk tómatpure
  • 400 g þistilhjörtu
  • 1 lítil krukka svartar ólífur, 115 g
  • Nokkrar kalamatri ólífur úr borðinu í Hagkaup.
  • Salt og pipar
  • Eitthvað gott pasta 

Skerið rauðlauk og pressið/skerið hvítlauk, skellið á pönnuna. Ég skar eggaldinið í svona hálfgerðar ræmur/báta, sem sagt skerið hann í helming, svo skera lengjur og skipta þeim svo í tvennt eða þrennt ef eggaldinið er langt.  Látið á pönnuna, hellið sítrónusafa yfir og leyfið að malla í ca. 5 mín eða þangað til eggaldinið tekur á sig lit, brúnast. Hellið yfir passata, tomatpure og púðursykri, hrærið, fáið svo upp suðu og leyfið svo að malla í 20 mín á lágum hita.

Látið pastað út í sjóðandi vatn. Ég notaði í þetta skiptið heilhveiti pappardelle en ég held að ég mæli frekar með spaghettí þótt það sé reyndar alltaf gaman að nota fleiri pastategundir.

Hellið af þistihjörtunum og skerið í aðeins smærri bita, látið útí ásamt ólífunum.  Saltið og piprið vel. Látið malla í 5-10 mín. Hellið af pastanum, skellið smjörklípu/olífuolíu yfir það. Ég stráði svo steinselju yfir sósuna en ef þið eigið eða fáið ferska basiliku þá myndi ég frekar nota hana.



No comments: