Thursday, September 2, 2010

Bulgur með blaðlauk og trönuberjum



Hér er einn, einfaldur og góður. Trönuberin koma "skemmtilega" inn. Þau eru dálítið dýr en ég sá þau á snakkstandi í 10-11 þar sem þau kostuðu undir 300 kr og það er ágætisverð. Svo má alveg nota 1 dl, ég notaði eitthvað minna af því restina notaði ég í eitthvað annað. Svo má örugglega prófa rúsínur. Ég nota ekki oft smjör en í þessum rétti fannst mér smjörið ómissandi, púrra og smjör gefa svo gott bragð saman en það má líka alveg nota olíu..bar þetta fram með ruccola salati og brauði.

Bulgur með blaðlauk og trönuberjum ( f.6)
  • 4 msk smjör
  • 5 dl niðurskorinn blaðlaukur(púrra)
  • 12 dl grænmetissoð ( 2ten)
  • 7 dl búlgur

  • 1 Gul paprika2 dl trönuber ( þurrkuð)
  • 2 dl möndluflögur, ristaðar (má sleppa)

Svo mætti vel bæta við kjúklingabaunum, þær myndu passa vel með held ég og gera réttinn drýgri og einning eru þær auðugar af sinki, fólasíni og próteini.

Gera:

Steikið blaðlaukinn í smjöri eða þangað til hann er orðinn vel mjúkur. Hellið þá soðinu yfir og látið suðu koma upp. Hellið þá bulgunum út í og hrærið, sjóða í ca. 5mín. Bætið trönuberjum og paprikubitum útí og takið af hellunni, látið lokið á og látið standa í ca. 10-15mín. Hrærið í með gaffli, til að skilja grjónin að. Saltið og piprið. Stráið svo möndluflögunum yfir.






No comments: