Tuesday, October 27, 2009

Indverskur gulróta og rauðrófuréttur

Hafði með heimabúna raita, pitubrauð sem ég læt inn í ofn með smá olíu og kúmenfræum, spínat, hrísgrjón og svo picklesið góða..

Þeir sem þekkja mig vita að ég elska rauðrófur. Langaði í eitthvað með indversku ívafi, þá helst til að geta borðað með "pataks lime pickles" sem ég hafði keypt, ég er eiginlega sjúk í það og mæli með að eiga eina krukku af svona í ískápnum. Ég ákvað að skrifa niður það sem ég setti út í pottinn og sé ekki eftir því, þetta var mjög vel heppnaður réttur þó ég segi sjálf frá og húsbóndinn kvartaði ekki. Ekki láta það stoppa ykkur ef þið eigið ekki sinnepsfræin. En þau eru hressandi í flestan indverskan mat og því gott að eiga í skápnum. Sé að einhverjir eru að lesa þessar uppskriftir. Ef eitthvað er óljóst, þá bara að spyrja. Veit að ég er ekkert mjög nákvæm og ég td. er yfirleitt ekkert að segja hvernig á að skera laukinn, í nákvæmlega hversu margar mínútur sumt að vera osfrv. En endilega spyrja/senda in comment ef eitthvað er óljóst, þykir vænt um það.

Indverskur gulróta- og rauðrófuréttur
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 3 gulrætur
  • 2 rauðrófur
  • 2 dl rauðar linsur
  • 2 dl heitt vatn plús 1/2 grænmetisteningur
  • 1 kókósmjólk
  • 1/4 chayenne pipar
  • 1/2 sinnepsfræ (mustardseeds)
  • 1 tsk cumin
  • 1 tsk turmeric
  • 1/2 tsk engifer
  • Salt og pipar
Gera
Steikið lauk og hvítlauk í 2-3 mínútur, bætið svo út í linsum, gulrótum og rauðrófum, steikið í 1-2 mínútur, stráið þá öllu kryddum yfir og hrærið í. Hellið soðinu yfir og fáið upp suðu. Bætið þá kókósmjólk útí. Örlítið salt og pipar. Látið í malla í ca. hálftíma (úbs, gleymdi að skrifa það hjá mér en minnir að það sé 30-45mín)

1 comment:

maltecornelius said...

Mhhhh... We should have a cooking day at HH soon!