Sunday, September 13, 2009

Mangó- og skyr eftirréttur

MM, mangó, súkkulaði, skyr ofl....
Ferskjusalat er ágætis forréttur

Hér er ein uppskrift sem ég klippti út úr blaði fyrir nokkrum árum. Skyr er gott og mjög skemmtilegt að gefa útlenskum vinum í eftirrétt. Kajsa, vinkona mín frá Vesterås í Svíþjóð og fyrrum bekkjarfélagi var hér í stuttri heimsókn og þá var þessi réttur hressandi á eftir ferskjusalati og chili/brokkólí pasta (læt það inn seinna)

Mangó- og skyr eftirréttur (f.6)
  • 1 l hrært skyr
  • Rifinn börkur af einni sítrónu
  • 1 dl flórsykur
  • 2 mangó
  • 2 msk hrásykur
  • 1 dl saxaðir pistasíu kjarnar
  • 2 msk maldar kaffibaunir
  • 1 dl fínsaxað dökkt súkkulaði
  • 1/2 msk steyttir kardimommukjarnar
Gera:
Blandið sítrónuberkinum, flórsykri saman við skyrið. Afhýðið og skerið mangóið í teninga og blandið út í(fínt að geyma smá til skreytingar) Blandið kardimommu,kaffibaunum, hrásykri,hnetum og súkkulaði saman og skiptið svo í sexhluta, stráið í botninn á dessertskálunum, skyrblönduna ofan á og stráið líka ofan á. Svo er auðvitað hægt að láta þetta á fallegt fat, skyrblönduna fyrst og strá síðan hinu yfir og skreyta með smá mangó..

No comments: