Sunday, August 30, 2009

Rauðlauks-og fetaferningar og Satay núðlur



Fyrst var grislingunum gefið að borða svo þeir fullorðnu gætu borðað næstum ótruflaðir inni í stofu. Laufey alltaf jafn fyndin

Fengum okkar kæru vini, Bjarka, Laufey og Hrafnkel Núma í mat. Sá síðasnefndi og heimasætan Saga eru miklir mátar og missa sig alveg þegar þau hittast. Bjó til tvo fremur fljótlega rétti sem er nauðsynlegt á föstudögum þegar allir eru pínu þreyttir eftir vinnu og leikskóla. Báðar uppskriftir eru studdar við uppskriftir úr bók sem Barclay vinur minn gaf mér og heitir 101 Veggie dishes..

Rauðlauks- og fetaferningar


  • 1 smjördeigsrúlla (eða plötur í rauðu pökkkunum)
  • 1 stór rauðlaukur
  • 2 msk púðursykur
  • 2 msk balsamic edik
  • 1 lítil krukka svartar ólífur, skornar í helminga
  • Handfylli af basiliku, rifin
Gera: Látið smjördeigið þiðna. Stillið ofnin á 180 gráður. Stráið smá hveiti yfir og rúllið það út og látið á bökunarplötu, með bökunarpappír. Skerið laukinn niður í ræmur, steikið hann á pönnu, ég notaði ólífuolíu en hefði jafnvel notað smjör ef ég hefði átt það. Stráið smá salti yfir og steikið í ca. 5 mínútur. Hellið þá púðursykri yfir, hrærið og hellið svo balsamic edikinu yfir, leyfið þessu að malla í ca. 5 mín í viðbót eða þangað til þetta er svona pínu eins og síróp. Takið af pönnunni og leyfið að kólna aðeins. Stráið jafnt ólífunum yfir smjördeigið og svo fetaostinum, dreifið svo yfir laukblöndunni. Bakið í ofninum í ca. 15-20 mínútur eða þangað til deigið hefur lyft sér og tekið lit. Takið út og skerið í ferninga, stráið svo basilikunni yfir. Over & out

Satay núðlur

  • 1 pakki eggjanúðlur
  • 4 msk hnetusmjör
  • 4 msk sweet chili sósa
  • 1 dl kókosmjólk
  • 1 dl grænmetissoð (ég notaði hálfan tening í sjóðandi vatn)
  • 3 msk soya sósa
  • 2 msk sesamolía
  • 3 msk rifin engiferrót
  • 1 lítið brokkólíhöfuð
  • 1 rauð paprika
  • 1 pakki grænar baunir( man ekki hvað þær heita, langar og hálfmánalaga)
  • 1 dós babymaís, skorin á lengdina ( ég notaði reyndar ekki alla dósina á endanum)
  • 3 hvítlauksrif, fínskorinn
  • lúkufylli af basilikunni (líka í forréttinum, gaman að skipta út kóríander og spara spara)
  • smá salt
Gera: Blandið saman hnetusmjöri, chillisósu, kókosmjólk, soði og soya, hrærið saman þangað til þannig að allt blandist saman. Hellið sjóðandi vatni yfir núðlurnar og látið nuðlurnar losna í sundur, hellið svo vatninu af. . Hitið sesamolíuna á wokpönnu eða annarri pönnu. Snöggsteikið brokkólí, papriku, maís og engiferið. Bætið svo grænu baununum og hvítlauk út í. Steikið í ca. 2 mínútur, hellið þá sósunni yfir og látið suðu koma upp. Blandið núðlum útí. Stráið basilikunni yfir og berið fram. Fínt að bera fram chilimauk/krydd/sweetchili fyrir þá sem vilja meira spicy. Einnig smart að leggja lime sneið á hvern disk fyrir þá sem vilja smá sítrus bragð.

2 comments:

Huxley said...

Allt mega gott og ég elska þessa litlu bók!

maltecornelius said...

This looks damn delicious, Eva!