Tuesday, November 13, 2007

París, hér kem ég, andskotinn!

http://www.myspace.com/beruit

"Búist við ringulreið í samgöngum í Frakklandi"
Ekki alveg fyrirsögnin sem ég vildi lesa á mbl.is, arg arg

Ok, við Eldar erum sem sagt á leiðinni til Parísar á föstudaginn, stefnan reyndar tekin á Lille á föstudeginum, ætluðum sem sagt að taka lest frá flugvellinum og þangað, til að sjá Beirut spila þar um kvöldið, búin að panta flott hótel þar og allan pakkan bara. Og núna verður sem sagt bara allt í lamasessi, æðislegt! Ekki!! Svo ósanngjarnt, við erum sko búin að vera í 10 ár saman og þetta er því svona rómó ferð en núna á allt bara að vera í einhverju fokki, gátu þeir ekki byrjað í verkfalli í næstu viku, nei.

Bara svona fyrir ykkur sem muna, þá fór ég í "pílagrímsferð" síðastliðinn mars, að sjá hljómsveitina Archade Fire í Köben, hvað gerðist,jú , þeir spiluðu kvöldið áður í stokkhólmi og svo varð söngvarinn veikur so no show...

Ég veit að bara það að hafa átt þessi 10 ár með Eldari ætti að nægja mér en þetta er bara dálítið svekkjandi, dálítið...góða nótt

8 comments:

Hrefna said...

æ-i, við vonum að verkfallið verði yfirstaðið á föstudaginn. Þeir geta nú varla verið í verkfalli lengi þar sem það lamar allt!

Huxley said...

Kannski pínku bjartsýni en ef þetta verður ekki leyst fyrir fös þá er alltaf spurning um að taka bara hjólaskautana með??!!

En annars argasta svekkelsi! Ohh hvað ég væri til í Beirut...ohohoh

Dilja said...

Ég tók einu sinni taxa á milli Glasgow og Edinborgar. Þreytist aldrei á að segja þá sögu. Þannig að þið getið nu bara bætt einni slíkri við ykkar sögubunka ef verkfallið stendur enn rauðglóandi yfir!!

Ps. Mér finnst e-ð svo fyndið að tala um "sögur" við ykkur, sbr "sögubunka" hér að ofan ahhaha

Ástarkveðjur frá San Fran

Hrefna said...

já, kannski er ég frekar bjartsýn - verð reyndar að segja að ég hélt að það væri mánudagur í dag :S En ég vona innilega að verkfallið verði búið á föstudaginn þegar þið lendið í Frakklandi.
Au revior,
Hrefna

Huxley said...

Kveiki á kerti ;) ahahaha

Nei án gríns þá horfði ég á fréttirnar áðan og varð ó svo svekkt, rétt eins og ég væri sjálf að fara!!

Þið verðið í bænum mínum í kvöld (sko Reykjavík)...vá hvað ég er fyndin!

Anonymous said...

Súrt!!!

Anonymous said...

Thad verdur einhver med ykkur í fluginu sem býdur ykkur far :)
eda ad verkfallid leysist!!!! Spurning ad panta bílaleigubíl, til ad vera alveg pottthétt!
Mamma og Pabbi voru ad koma frá París í gær og thad var horror ad komast út á völl.

Fer einmitt med Öglu minni á Beirut tónleika á sun í Vega, vid thurfum ad bera saman sögur.

Keyfti Arcade Fire nælu handa thér á tónleikunum (sem thú varst med í anda).

Ást frá Køben
Anna Linda

Hrefna said...

Bon voyage :)