Á föstudaginn var komu Karlotta systir og Kiddi í mat og pössuðu svo Sögu á meðan við foreldrarnir skelltum okkur á tónleika. Það voru tortillur fylltar með spínat- og skyrblöndu, þarf að taka mynd af því og gefa upp þá uppskrift, geri það næst.
Ég verð að viðurkenna að það hefur valdið mér pínu kvíða að hafa fallist á að gefa uppskrift í einu blaðana um daginn og þá gefa upp bloggsíðuna, hafði einhvern veginn ekki hugsað út í að þá myndu væntanlega fleiri "ókunnugir" kíkja hérna inn. Hugsanir eins og hvort ég hafi skrifað eitthvað asnalegt og að það séu málfræðivillur úti um allt hafa gert vart við sig en núna er ég aðeins rólegri og held mínu striki, vitandi það að ég er kannski ekki besti kokkurinn, penninn, eða sérstaklega sleip í íslensku en ég hef gaman af þessu og á meðan svo er þá er bara um að gera að halda þessu áfram, og einmitt það, hérna er auðveld en góð máltíð sem er auðvelt að matbúa. Þið sem hafið ekki prófað hnetusósuna úr grænu Hagkaupabókinni, vá, þið vitið ekki af hverju þið eruð að missa, hún er rosaleg!
Buff með rótargrænmeti og hnetusósunni hennar Sollu
fyrir 2
2-4 grænmetisbuff (Þessi frá Móður jörð eru vinsæl hjá okkur)
Eitthvað gott salat
Rótargrænmeti
- 1 rófa
- 1 rauðrófa
- 2 gulrætur
- þurrkað timjan
- Salt og pipar
Hitið í ofni í 30-60 mín á 200°. Það fer hreinlega eftir hvernig þú vilt hafa áferðina á þessu og svo er ofninn minn dálítið gamall og ég þarf yfirleitt að hafa allt sem ég geri lengur en aðrir í ofninum.
Hnetusósan hennar Sollu
- 2 dl hnetusmjör
- 2dl sjóðandi vatn
- 3 msk Tamarisósa (getið notað venjulega soya)
- 4 döðlur
- hálft búnt kóríander
- 3 rif hvítlaukur
- 1-2 msk sítrónusafi
- 1/2 búnt kóríander
- 1/4 tsk cayenne pipar
3 comments:
Nammi namm!!!!!!!!!!
Alltaf svo girnilegt, hvad vard um haustferd ykkar Sögu til Køben???
Verdur thad kannski vorferd ín stadinn?
Mega saknadar kvedjur
Hæ skvís:) Gaman að fylgjast með þér hér á vefnum og fá frábærar uppskriftir en það vantar oft ansi mikið upp á hjá mér, eitthvað Evu "touch", þú ert sannarlega besti kokkur sem ég hef búið með mín kæra:) Verð nú að fara að kíkja til þín í gautaborgarmat...knús Elísabet
Hæ skvís ... Ég les að sjálfsögðu bloggið þitt reglulega og fæ alltaf vatn í munninn ... Það sem ég elska líka við uppskriftirnar þínar er að þær eru ekkert sérstaklega flóknar (eða virðast ekki vera það) eins og sumar uppskriftir í matreiðslubókum. Ég elda reglulega lime risottoið og að sjálfsögðu kúskús réttinn sem þú gerðir í sverige :) Er búin að kaupa allt í polentu - nú verð ég bara að fara að drífa mig í að gera hana ...
Knús, Hrefna
Post a Comment