Mæðgurnar á góðri stundu í eldhúsinu
Afi Einar, húsfreyjan og Saga sterka
Moi, Helga skvís og Laufey skvís, dálítið gular eitthvað
Afi Einar, húsfreyjan og Saga sterka
Moi, Helga skvís og Laufey skvís, dálítið gular eitthvað
Keypti lítið grasker um daginn. Vissi ekki alveg hvað ég ætti að búa til en þetta varð útkoman, mér fannst þetta bara mjög gott, enda mikil súpukelling. Ég vil taka það fram að ég fer oftast eftir uppskriftum eða alla vega að hluta til. Þessi er að hluta til byggð á sænskri uppskrift sem ég fann á netinu og svo bara bull frá mér.
Leyfði nokkrum öðrum myndum að fljóta með, m.a. myndir frá matarboði síðustu helgi þar sem Helga, Laufey, Bjarki, Hrafnkell Númi ofl kíktu við, svaka huggó og góður indverskur matur en lélegar myndir og leti í gangi (ömmurnar hefðu ekki verið sáttar að sjá mann bera þetta svona fram (allt á síðustu stundu á skúló og ekki í fyrsta skipti)
Graskerssúpan
- 800gr Graskers"kjöt" (sætar kartöflur gætu alveg gengið)
- 1 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 1 l grænmetissoð (vatn+2 teningar)
- 1 dl mjólk (ég hefði örugglega notað aðeins meiri mjólk í stað vatns en átti hana ekki)
- Safi úr hálfu eða heilu lime (ég notaði hálft)
- 2-3 tsk sambal olek (chili krydd jukk sem ég kaupi í Nóatúni, örugglega hægt að nota ferskan eða þurrkaðan chili í staðinn.)
- Salt og pipar af vild
- Sýrður rjómi, ein sletta í hverja skál
- Graskersfræ til að strá yfir(helst rista þau)
- Ferskur kóríander
Hellið í skálar og sáldrið ferskum kóríander yfir og graskersfræunum
5 comments:
Góður matur en ég sagði þér aldrei(eða ég held) að fyrr um daginn þá var ég að skoða Sollubókina og var að hugsa hvað mig langaði í einn rétt þar-svo komum við um kvöldið og hann var í matinn! Shcniiild!!
En vorkenni eiginlega pínku sæta graskerinu...nei samt ekki, hefur ábyggilega verið góð súpa ;)
Já, þú meinar indverski rétturinn sem er þarna á myndunum, sem ég í leti minni nennti ekki einu sinni að láta á fínt fat. Þessi réttur er oft eldaður á þessu heimili, enda hollur og góður eins og hinir réttirnir í bókinni. Graskerið fann ekkert til, lofa..
Súpan var æði :) takk fyrir mig, alltaf yndislegt að koma í mat á Skúló. x
Mmmm, elska graskersúpur. Vantaði einmitt uppskrift og mun pottþétt æfa mig á þessari í nánustu framtíð. Ég fíla líka að nota "in season" grænmeti þegar ég elda.
Mæli alveg með að nota meiri mjólk, mér fannst það helst vanta hjá mér. Já, það er líka gaman að prófa nýtt grænmeti..
Post a Comment