Ps. Það væri gaman að vita hverjir eru að sniglast hingað inn…
Cashewhnetu Paella
- 2msk olía
- 1 msk smjör
- 1 rauður laukur, saxaður
- 150 g arborio grjón
- 1 tsk turmeric
- 1 tsk cumin
- ½ tsk chili duft
- 3 hvítlauksrif
- 1 grænn chili, skorin smátt
- 1 græn paprika, skorin í teninga
- 1 rauð paprika, skorin í teninga
- 85 g baby maís, skornir í helming á lengdina
- 2 msk svartar ólífur
- 1 stór tómatur, i teningum
- 450 ml grænmetissoð (ca.1 teningur)
- 85 g cashew hnetur (helst ósaltaðar)
- 55g frosnar grænar baunir
- salt og pipar
- 2 msk steinselja
- örlítill Cayenne pipar
- ferskar jurtir til skreytingar
Gera
Hitið olíu og smjör á stórri pönnu eða í potti. Bætið útí lauk og eldið á meðalhita, hrærið viðstöðulaust í 2-3 mínútur eða þar til þetta er mjúkt.
Hrærið grjónum útí, turmeric, cumin, chillidufti, hvítlauk,chili, paprikum, babymaís, ólífum og tómötum, eldið á meðal hita, í 2-3 mínútur.
Hellið grænmetissoðinu yfir og fáið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í 20 mínútur, hrærið oft í .
Bætið cashew hnetunum og baunum útí, látið malla í 5 mínútur til viðbótar, hræra í við og við. Bragðbætið með salti og pipar og bætið svo steinseljunni útí og chayenne piparnum. Skreytið með ferskum jurtum. Verið ykkur að góðu!
3 comments:
hæ sæta
flott mynd af ykkur Sögu sætustu í Fréttablaðinu í gær
kv.Magga
Hæ!
Ég sniglast örðu hvoru hingað inn. Mér tókst til dæmis að klúðra "Bland í ofninn" um daginn. En ég prófa bara aftur!
Kv. Guðný.
Hæ,
Gaman að lesa matarbloggið þitt.Ótrúlega girnilegir réttir hjá þér en ég á nú enn eftir að prófa að búa þá til;) Flott mynd af ykkur Sögu í Fréttablaðinu í gær.
Kv.Hjördís Eldars frænka
Post a Comment