Saturday, September 22, 2007

Jæja, er polentubakan orðin dálítið þreytt...

Er búin að vera á leiðinni að setja inn nýja færslu alveg rooosalega lengi!
Hvar á maður að byrja eftir svona langt bloggfrí, kannski örstutt hvað er búið að drífa á daga mína.
Við, litla fjölskyldan skelltum okkur í 2 vikna yndislegt frí til Marbella á suður Spáni. Vinir okkar, Þorsteinn (Red), Brynja og dóttir þeirra, Mýrún tóku rosalega vel á móti okkur og þetta var þvílíkt huggulegt, risahús, við með okkar eigin álmu, risastór og fallegur afgirtur garður sem var lýstur upp á kvöldin, yndisleg sundlaug. Þetta allt með frábærum félagskap, góðu veðri, góðum mat og fullt af góðu rauðvíni og hvítvíni, bara getur ekki klikkað! Mun setja inn myndir sem fyrst.


Þegar heim kom tók alvara lífsins við, ég tók að mér verkefni og Saga byrjaði hjá yndislegum dagmömmum. Hún er búin að vera í 3 vikur í aðlögun, skulum bara segja að hér sé lítil mömmustelpa á ferð. Í gær var hún reyndar alveg frá hálfníu til tvö, en blessunin neitaði að þiggja bæði vott og þurrt, hmm. Þetta tekur dálítið á mömmuna.


Já, verkefni, ég er búin að vera að vinna ýmis verkefni fyrir
Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) Setti saman geisladiskinn Iceland Airwaves Eruption sem hefur að geyma lög frá 17 íslenskum artistum og var dreift víða í Bandaríkjunum á helstu útvarpstöðvar og þá sem hafa með tónlist að gera, einnig verður hann seldur sem imix á iTunes.

Í framhaldi af því var ég ráðin í að gera video podcast í tengslum við diskinn,
ég og Helga vinkona unnum það saman, sjá hérna.
Útkoman af videóinu leiddi til þess að við vorum ráðnar til að gera annað podcast með
John Kennedy, útvarpsmanninum knáa frá xfm í London, þar sem hann kom til Íslands yfir helgi og tók viðtöl við ýmsa, ma. við LayLow og Mugison, tékkið á þessu: JK Podcast

Er svo núna verkefnisstjóri/skipuleggjandi fyrir ráðstefnu sem fer fram í október, undir nafninu " Who is in control?"
Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN)(www.icelandicmusic.is) stendur fyrir ráðstefnunni í samvinnu við Útflutningsráð og Nordic e-Music.Markmið ráðstefnunnar er að fjalla um það helsta sem er að gerast í markaðssetningu á stafrænum miðlum. Einnig verður fjallað um hvort Ísland geti orðið prufumarkaður fyrir nýtt viðskiptamódel um efnisdreifingu á netinu.

Nóg um þetta, er næstum tilbúin með 2 uppskriftafærslur, góðan rétt með quinoa grjónum og svo rauðrófupottrétt, ætla svo loks að gera tenglalista og sortera uppskriftirnar, stay tuned..

Við Saga, í garðinum á Marbella, held að hún sé sætasta fótboltastelpa í heimi!
Það kemst sko engin bolti framhjá þessari skottu!
Fór á tvenna tónleika með Frans Ferdinand síðustu helgi, algjör snilld og fór líka í frábært matarboð með þeim félögum, stundum er gaman að eiga eiginmann í bransanum, þá hittir maður skemmtilegt fólk, hmm, reynum að muna þetta fram að Airwaves, þegar hann er í vinnunni öll kvöld til miðnættis. Þetta er Alex, söngvarinn, hann er nú dálítið töff..

Moi, Helga, Allý og Myrra
Fórum til Stykkishólms yfir verslunarmannahelgina, skvísurnar í ferðinni skelltu sér á bæjarbarinn, man bara ekki hvað hann heitir, anyone?

Hjónin á góðri stundu, alltaf sæt saman:)
Anna Hildur, framkvæmdastýra Útóns, Wendy blaðamaður, ég, John Kennedy og Helga
Tekið í eftirpartíi FL Group eftir Norah Jones, frekar skondið að sjá alla bankaplebbana, við
reyndum að sjálfsögðu að rokka partíið aðeins upp!



3 comments:

Anna Linda said...

til hamingju med nýju færsluna ;)

Sé ad thú hefur verid mega busy, mundu bara ad Saga er gedveikt klár og ekki láta hana spila á thig eins og fidlu !!!!!!

Ást frá Køben

Hrefna said...

Gaman ad thad er komin ný færsla ... Væri samt alveg til í ad sjá myndina af ykkur hjónum stærri ...

Anonymous said...

er sammála hrefnu, alltof lítiil mynd haha! skemmtilegt blogg hjá þér Eva mín...