Saturday, May 12, 2007

Risessan


Eins og svo margir aðrir, þá dreif ég mig niður í bæ í gær, nánar tiltekið upp að Hallgrímskirkju, til að líta Risessuna augum. Mér finnst þetta frábært framtak, list sem vekur nánast athygli allra og sjaldan hefur örugglega einhver viðburður hinnar ágætu Listahátíðar fengið aðrar eins viðtökur.

Sögu fannst þetta bara mjög spennandi og var hin sprækasta.

Risessan er 8 metra há, engin smásmíði og mér varð hugsað til Aðskilnaðarmúrsins í Palestínu, sem er einmitt 8 metra hár og guð má vita hversu langur! Við í Ísland-Palestína höfum einmitt ákveðið að í ár munum við seta fókus á þetta hræðilega mannvirki sem Múrinn er!

1 comment:

Anonymous said...

Risessan var mögnud.

Gott ad vera med fokus á múrinn, thad er ótrúlegt ad ekki skuli vera beittur meiri thrýsingur frá Evrópu samböndslöndunum og Sameinudu thjódunum. Segdu til ef ég get gert eitthvad til ad hjalpa.

Anna Linda