Tuesday, May 8, 2007
Yfir 10 milljónir barna undir 5 ára deyja árlega!
Þetta er rosalegt! Ég er því miður hrædd um að margir geri sér ekki grein fyrir þessu og hversu ótrúlega gott við höfum það. Hér er að finna greinina, sem er á mbl.is, í heild sinni.
Ef þú átt þess kost, þá mæli ég td með að styrkja SOS barnaþorp eða Unicef, þekki til og veit að lítil upphæð skilar sér margfalt!
Charles MacCormack, forseti Save the Children, segir að yfir 10 milljónir barna undir 5 ára aldri látist árlega, eða nærri 28 þúsund á dag, langflest í þróunarríkjunum. Leiðir til að draga úr barnadauðanum séu ódýrar en þar er um að ræða bólusetningar, flugnanet og að grafa brunna. Hafi fjöldi mæðra og barna ekki aðgang að slíku. Talið er að 9 af hverjum 10 mæðrum sem búa í Afríku sunnan Sahara missi barn á ævinni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment