Monday, May 7, 2007

Með sól í hjarta..


Er farin að hlakka mjög svo til sumarsins og hef verið að rifja upp hinar ýmsu góðu sumarstundir. Það er svo gaman að taka fram sumarfötin, vona að maður geti notað þau eitthvað hérna heima:)
Og þess ber að geta að við fjölskyldan förum til Stokkhólms í júní, þar sem við verðum með íbúð og munum eyða tíma með frábæru fólki og svo förum við í sumarhús með góðu fólki til Malaga á Spání í ágúst. Og einnig verður farið eitthvað út á land, svo frábært sumar framundan hjá okkur, jeiii!!

Þar sem ég hef loks látið verða af að vera með svona vídeó reikning, þá langar mig endilega að deila með ykkur mínútubrotum frá brúðkaupsferð okkar Eldars, í ágúst 2005 en þá fórum við til Barcelona og Cadaques, sem er yndislegur staður norðanlega í Katalóníu og er hvað mest þekktur fyrir að Salvador Dali bjó þar. Mæli eindregið með þessum stað!

Endilega kíkið á þessi tvö vídeóskot:
Í Barcelona, skemmtilega hallærislegt og Cadaques, paradís á jörðu

3 comments:

Huxley said...

Já treystir Eldar sér út á land aftur?? Hann er reyndar orðinn vanur ;)

Huxley said...

Hey já, voruð þið með stóran gulan kött inni á hótelherberginu? Kannski draugur sem sést á myndbrotinu :)

Anonymous said...

já gvuð, en fyndið, ég var einmitt að spá í þessu í gær, haha, þarna í horninu!!! Ég þarf að skoða þetta betur!