Ég fékk uppskriftina af Havre godies/ hafrasælgæti (hafragúdís) í Ica búðinni sem var hliðina á þar sem við bjuggum í Majorna í Gautó. Þetta hef ég gert ótal oft, stundum með smá breytingum ef ég á ekki allt í þetta og þetta er rosalega gott. Er alltaf á leiðinni að prófa að gera þetta á hollari hátt, td sleppa sykri og smjöri eða eitthvað svoleiðis..læt vita þegar það hefur verið gert en þangað til...
Þetta er mjög sniðugt sem tækifærisgjöf og ömmum og öfum finnst gaman að fá svona, þau eiga jú allt svo smart að gefa svona og kannski gott kaffi með, namm!
Hafragúdís
- 2 dl haframjöl
- 1/2 sesamfræ
- 100 gr smjör
- 1/2 dl sykur
- 1/2 dl síróp
- 2 msk kakó
- 1 dl cashew hnetur, muldar
- 2 msk kókos (má sleppa)
Gera:
Ristið haframjölið svo það gyllist, takið svo af pönnu. Ristið sesamfræin svo þau taki á sig smá lit, en passið ykkur, því þau brenna hratt. Bætið út í smjöri og þegar það er bráðið, bætið þá sykri, sírópi, kakói og á endanum hnetum.
Takið blönduna af plötunni og bætið út í haframjölinu. Látið svo alla blönduna í form, þrýstið henni niður,stráið kókosmjöli yfir allt eða að hluta til , leyfið henni að standa í ca. 5-10 mín. og skellið svo inni í kæliskáp.
Ég vil hafa þetta fremur þétt og hart en sumir vilja hafa þetta meira laust í sér. Skerið svo í bita. Ég hef líka skorið þetta í lengjur og á ýmsan hátt.
3 comments:
Er að drepast úr nammi svengd, eftir að ég sá hafra nammið, er að líða yfir mig.
K
Anna Linda
hæ Eva þetta er glæsileg síða hjá þér! og mjög girnilegur matur :P
uhmmm ... var að búa til hafragúdís áðan fyrir saumaklúbb. Ótrúlega gott og ég efast ekki um að stelpunum eigi eftir að finnast þetta gott - kemur bara í ljós á eftir. En ég mæli með að skera þetta í bita áður en maður skellir þessu inn í ísskáp :o
Post a Comment