afmæli, part 3
Anna Linda vinkona er yndisleg, rosalega skemmtileg, traust og góð. Þess vegna kom það svo sem ekki á óvart þegar hún gaf mér í afmælisgjöf (gaf mér meira að segja meira) að við færum út að borða tvær saman á Austur-Indíafélagið. Fórum í síðustu viku og það var alveg yndislegt. Og fórum meira að segja annað og fengum okkur "eftirdrykk" því Saga bara steinsvaf og pabbinn krafðist þess að mamman kæmi ekki strax heim. Þetta var ótrúlega gaman og við spjölluðum um heima og geima. Takk sæta mín fyrir þetta góða kvöld!! Með eru myndir sem Anna tók og ég fékk lánaðar frá blogginu hennar!
1 comment:
Þú átt skilið allt það besta og miklu meira en það :)
Við þurfum að halda oft upp á afmælin okkar.
BECAUSE WE ARE WORTH IT
Anna Linda
Post a Comment