Saturday, May 12, 2007
Gleðilegan kosninga-og kræsingadag!
Jæja, þá er þessi dagur runninn upp og það er ekki laust við smá spennu í manni. En samt er maður líka hræddur um að allt verði bara nákvæmlega eins.
Ég hef verið fremur löt við að matblogga en það hefur líka verið mikið að gera. Ég er yfirleitt með myndirnar af matnum tilbúnar en leiðist dálítið að skrifa inn sjálfar uppskriftirnar sem oftar en ekki eru á ensku eða sænsku.
Ég skelli hérna inn þremur myndum af réttum sem hafa verið á boðstólnum undanfarið, bara svona til að þið fáið smá vatn í munninn. Uppskriftirnar af þeim koma svo seinna, þá sérstaklega ef einhver sýnir því áhuga:) Eigið góðan dag og kvöld!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
ég býð sjálfri mér hér með í mat :)
xxx
http://youtube.com/watch?v=yXfr6f0K4xk
http://youtube.com/watch?v=4aEKXDKYAc8
er að feta mig áfram í video bransanum :)
Anna Linda
omg, namminamminamm. Hvernig væri nú að við frænkur færum að hittast, getum eldað saman eða gert eitthvað skemmtilegt.
Langt síðan að kom matarblogg. Ég vona að þið skötuhjúin sveltið ekki......
;-)
Heyrðu systa! Þó ég sé nú ekki mikill matgæðingur, að þá heimta ég hér með blogg, ég kíki nógu oft hér inn :)
Post a Comment