Friday, October 12, 2007

Góða helgi!

Það hefur ekki verið mikið eldað á þessu heimili síðustu vikuna. Litla fröken er búin að vera veik síðan síðastliðinn laugardag, litla skinnið og við foreldrarnir á kafi í vinnu.
Ráðstefnan sem ég er að skipuleggja leggst bara nokkuð vel í mig en ég skal þó alveg viðurkenna að ég hlakka mjög til þegar hún og Airwaves eru afstaðin. Þá ætti að komast á venjulegt heimilislíf á þessum bæ. Þá verður sko eldað fullt!

Þessar myndir urðu í raun afgangs þegar Spánarmyndir voru settar inn á síðuna hennar Sögu þannig að þær fá bara að fljóta með hérna.
Góða helgi!

Það var nú frekar huggulegt að elda í stóru eldhúsi, horfa út í garðinn og fá heitan blæ á sig

Saga kippti sér ekkert upp við það þegar Steini og Philip grilluðu hverja steikina á fætur annarri
Steini kryddar kanínuna
Mýrún vildi hjálpa pabba sínum
Svo huggulegt að borða úti í garði
Kanínan krydduð og góð,já, mér fannst þetta pínu merkilegt

Annan daginn var boðið upp á kolkrabba en Steini og Brynja eru miklir matgæðingar og það var mikið rætt um matargerð

3 comments:

Hrefna said...

Flottar myndir! Ætlaði samt bara að segja þér að ég gerði polentuna í gær og hún var svaka góð ... Er samt ekki viss um að ég hafi notað rétt polentugrjón þar sem ég náði aldrei upp suðu, þetta varð bara vellingur hjá mér :S

Anonymous said...

Er að hugsa hvort ég skrifaði ekki í uppskriftinni að þjappa þessu síðan í form og kæla? Hm, ætla að kíkja á eftir, minn svo slappur eitthvað.
Er að klára nýja færslu, graskerssúpa, namms

Hrefna said...

Júbbs júbbs, það stóð í uppskriftinni um að þjappa og kæla ... gerði það og bakan varð ótrúlega góð og leit vel út. Það var meira málið með að maður átti að hella vatninu í pottinn og svo grjónin við og koma upp suðu - þá varð þetta bara eins og búðingur hjá mér ... ekkert vatn eftir :S
Hlakka til að fá uppskrift að graskerssúpunni :)