Monday, May 7, 2007

Bland í ofninn..


Gerði þetta um daginn, átti eitthvað svo mikið af grænmeti sem var á síðasta sjens. Þessu var nú ekki ætlað inn á síðuna en þar sem ég heyrði í Eldari segja ummmm, namm, yfir matnum, þá rétt náði ég mynd af þessu og skelli þessu því hér inn. Það má örugglega nota það sem þið eigið í ísskápnum.

Bland í ofninn

3-4 stórar kartöflur, skrældar og léttsoðnar
1 blaðlaukur

3-4 gulrætur
3-4 tómatar

1 brokkólíhöfuð

3-4 tómatar
1 poki rifinn ostur

brauðrasp

4 egg

1 dl matreiðslurjómi (cremofino)

2 dl léttmjólk
2 msk tómatpuree

1-2 tsk sambal olek (chili mauk, fæst í Nóatúni og Hagkaup)


Skerið grænmetið, ég lét svo kartöflubitana út í sjóðandi vatn með salti í smá stund en passa að þær verði ekki mjög mjúkar. ég raðaði gulrótum, brokkólí og blaðlauk í botninn á smurðu formi, stráði svo yfir það brauðraspi og osti. Lét svo kartöflurnar yfir og að lokum raðaði ég tómatsneiðum yfir.


Blandið saman eggjum og vökva, pískið og bætið í salti, pipar og sambal olek/eða chili/chayenne pipar útí. Það er kannski betra að nota 1-2 dl af vökva í viðbót en við viljum hafa þetta í þurrari kantinum.
Hellið blöndunni jafnt yfir. Skelli inn í ofn á 200 gráður, hafið inni í svona 30 mín. Takið þá út, stráið yfir brauðraspi og svo osti. Ég lét líka smá paramesan. Bakið í ca. 20 mín í viðbót eða þangað til þetta er búið að taka á sig smá lit.
Ég ætlaði að bera þetta fram með hýðisgrjónum en átti ekki til svo bar þetta fram með búlgum.

6 comments:

Anonymous said...

Vá hvað tíminn líður hratt, bara strax komin júlí. Mér finnst eins apríl sé bara nýliðinn!!

Rétturinn lítur vel út

Eva Einarsdottir said...

haha, eitthvað rugl þarna í gangi, eins gott að það sé ekki bara komin júlí, vil nú upplifa júní fyrst:)
Takk fyrir að láta mig vita!

Huxley said...

Djí lúí, augum farin að stríða mér las Það er kannski betra að nota 1-2 dl af VODKA í viðbót...

Samt spurning!??!

Huxley said...

Já og annað-á reyndar uppskrift af Vodka penne-sem er unaðslegur réttur. Kannski ég ætti að grafa hana upp og bjóða heim??!!

Anonymous said...

Hvernig væri það, hljómar mjög spennó!! Og svo fáum við okkur bara vodkadrykk þegar krakkarnir eru hætt á spenanum, haha

Small Colin said...

Takk Takk! Did you know the lovely Miss Eyrún & I are coming to Iceland in June? It would be really, really nice to see you & E again. And of course, the newcomer! ;)